Fara í efni

Rafverk AG - Bókari 75-100% starf

Störf í boði

Rafverk AG í Bolungarvík óskar eftir að ráða bókara í 75-100% starf til að sinna fjölbreyttum verkefnum í bókhaldi. Það er kostur ef viðkomandi hefur reynslu af bókhaldi, launa og verkbókhaldi í bókhaldskerfinu DK. Starfsstöð er á skrifstofu fyrirtækisins í nýju húsnæði fyrirtækisins við höfnina. Mikill kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Björnsdóttir í síma 8990757 eða í gegnum netfangið rafverk@rafverkag.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn bókhaldsstörf
  • Reikningagerð
  • Afstemmingar fjárhagsbókhalds
  • Virðisaukaskattskil
  • Upplýsingagjöf
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kostur ef viðkomandi hefur reynslu og þekkingu af bókhaldi
  • Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á bókhaldsforritinu DK
  • Þekking á Microsoft Excel
  • Góð þjónustulund og samskiptahæfni
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Metnaður til að ná árangri í starfi
 
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Skrifstofan er staðsett í notalegu nýju húsnæði fyrirtækisins með útsýni yfir sjóinn.
  • Tækifæri til að þróast í starfi
  • Fjölbreytt verkefni í góðum félagsskap
 

Sækja um starf