Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnastjóri:
-
starfar eftir starfslýsingu verkefnastjóra
-
tekur þátt í daglegu skipulagi og vinnur að upplýsingagjöf og tengdum verkefnum innan skólans
-
skipuleggur og fylgir eftir ýmsum verkefnum innan skólans
-
vinnur að umsóknum og eftirfylgni í tengslum við þróunarverkefni og styrki
-
veitir stjórnendum stuðning við undirbúning funda, yfirlit yfir verkefni og eftirfylgni
-
hefur umsjón með ýmsum verkefnum sem tengjast t.d. heimavist, skipulagi á tímatöflu í lotunámi, upplýsingasöfnun og greiningu
-
skipuleggur viðburði á vegum skólans
-
skrifar skýrslur, skjöl og kynningarefni
Hæfniskröfur
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi, er skipulagður, fær í samskiptum og fellur vel að aðstæðum og þörfum skólans.
Verkefnastjóri vinnur náið með stjórnendum, kennurum og starfsfólki að skipulagi og framkvæmd fjölbreyttra viðfangsefna. Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfni og getur unnið sjálfstætt og af öryggi í síbreytilegu umhverfi.
Verkefnastjóri skal hafa:
-
háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í verkefnastjórnun eða sambærilegum greinum
-
reynslu af verkefnastjórn, skipulagsvinnu eða skólastarfi er kostur
-
faglegan metnað, frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og jákvætt hugarfar
-
samskiptafærni, þjónustulund og hæfni til að starfa með öðrum sem og að vinna sjálfstætt
-
góða ritfærni í íslensku og ensku og hæfni til að vinna með gögn og við skýrslugerð
-
reynslu og hæfni í notkun upplýsingatækni, s.s. Office365
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Ekki er um starf án staðsetningar að ræða.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil, afrit af prófskírteinum og leyfisbréfum ásamt stuttu kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarvef Starfatorgs. Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2025 eða eftir samkomulagi.
Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin. Áskilinn er réttur til að nýta umsóknina í 6 mánuði frá ráðningu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.07.2025
Nánari upplýsingar veitir
Heiðrún Tryggvadóttir, heidrun@misa.is
Sími: 450 4400 og 849 8815
Dóróthea Margrét Einarsdóttir, dorothea@misa.is
Sími: 450 4400