Eimskip leitar að þjónustulunduðum og áreiðanlegum meiraprófsbílstjóra í framtíðarstarf á starfsstöð félagsins á Ísafirði.
Í starfinu felst akstur og vörudreifing í Ísafjarðarbæ og nágrenni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Akstur flutningabíla, lestun og losun
- Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meirapróf (C og/eða CE) er skilyrði
- Réttindi til aksturs í atvinnuskyni er skilyrði
- Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
- Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Stundvísi, áreiðanleiki og góð líkamleg færni
Við bjóðum:
- Aðgang að öflugu starfsmannafélagi sem m.a. rekur frábær orlofshús um allt land.
- Heilsu- og hamingjupakka sem inniheldur samgöngustyrk og styrki fyrir líkamsrækt, sálfræðiþjónustu og fleira.
- Fjölbreytt verkefni og góðan starfsanda í samhentu teymi.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, jhall@eimskip.com.
Umsóknarfrestur er til og með 28.maí 2025.
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Eimskips. Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá félaginu.
Um Eimskip:
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa 1.700 einstaklingar af 43 þjóðernum hjá félaginu.
Eimskip leggur áherslu á jafnrétti, heilsu og vellíðan starfsfólks þar sem markvisst er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun að jafnri stöðu starfsfólks óháð kyni og leitast eftir því að hafa vinnuumhverfið sem öruggast og heilsusamlegast. Í anda jafnréttisstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um.