Fara í efni

Umhverfislestin verður á ferðinni á Patreksfirði fimmtudaginn 31. október 2019 og Ísafirði laugardaginn 2. nóvember

Fréttir Náttúrulega Vestfirðir Græn skref Umhverfisvottun Vestfjarða

Umhverfislestin er farandsýning sem fór af stað á síðustu helgi á Hólmavík. Sýningin  er mjög metnaðarfullt verkefni  sem Vestfjarðastofa hefur staðið að og er styrkt af Sóknaráætlun Vestfjarða. Hönnuður sýningarinnar er  Ásta Þórisdóttir en hún er  listgreinakennari á Hólmavík.  Sýningin er hluti af umhverfisvottun sveitarfélaganna, en þau hafa verið með vottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck frá árinu 2016.

Sýningin er hugsuð fyrir hinn almenna borgara og á að sýna á auðveldan hátt hvernig er hægt að breyta innkaupum og venjum til að minnka kolefnisfótspor heimilisins,

Á sýningunni er m.a boðið upp á hjólaviðgerðir og getur fólk komið með hjólið sitt til að láta laga.  Hægt er að prufa rafbíl og einnig mismunandi rafmagnshjól, hægt er að sjá hvernig fjölnota pokar eru gerðir og versla í umbúðalausri búð sem veitingarstaðurinn Heimabyggð á Ísafirði er með. Fólk er hvatt til að koma með dollur eða annað til að versla í.

Fólk er hvatt til að koma með börnin á sýninguna því hún er barnvæn og skemmtileg.

Næsta sýning er í Félagsheimilinu á Patreksfirði fimmtudaginn 31. október frá kl. 16:00 til 17:00 og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 2. nóvember kl. 13:00 til 17:00