Fara í efni

Sumarstörf

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða Markaðsstofa Vestfjarða Vestfjarðaleiðin

Vestfjarðastofa auglýsir tvö til þrjú sumarstörf handa námsmönnum sem hluta af átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa.

Skilyrði og forsendur:
Sumarstörf eru fyrir námsmenn milli anna (þ.e. séu að koma úr námi og séu skráðir í nám að hausti).
Námsmenn þurfa að vera að lágmarki 20 ára á árinu.
Ráðningartími er tveir mánuðir á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst.

Störfin sem auglýst eru snúa annars vegar að kortlagningu og skrásetningu áningarstaða á nýrri ferðamannaleið, Vestfjarðaleiðinni. Jafnframt myndi starfsmaðurinn vinna að undirbúningi umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu. Hins vegar er auglýst eftir sumarstarfsmanni sem myndi kortleggja göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir í tengslum við Vestfjarðaleiðina. Í því starfi felst að safna gps upplýsingum, skrifa leiðarlýsingar og skrá grunnupplýsingar. Jafnframt myndi starfsmaðurinn vinna að undirbúningi umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Viðkomandi getur unnið á eða í tengslum við einhverja af fjórum starfsstöðvum Vestfjarðastofu; Ísafirði, Patreksfirði, Hólmavík eða Þingeyri.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2020.
Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir (sirry@vestfirdir.is)

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið sirry@vestfirdir.is merkt: Sumarstarf