Fara í efni

Mikill áhugi fyrir Vestfjörðum á VestNorden

Fréttir Markaðsstofa Vestfjarða Vestfjarðaleiðin

Hátt í 500 ferðasalar og kaupendur hittust á tveggja daga ferðaráðstefnunni VestNorden sem haldin var á Reykjanesi í vikunni. Vestfjarðastofa tók þátt í sýningunni undir merkjum Visit Westfjords og var gríðarlegur áhugi fyrir Vestfjörðum. Fulltrúar Vestfjarða voru fullbókaðir alla sýninguna og alveg ljóst að mikill áhugi er fyrir Vestfjörðum og öllu sem þeir hafa upp á að bjóða.

Nú er ljóst að kynningarstarfsemi ferðaþjónustunnar er komin á fullt aftur eftir langa pásu. Mannamót markaðsstofa landshlutanna verður haldið 20. janúar 2022 og Mid-Atlantic ferðasýningin 27. - 30. janúar 2022.