Fara í efni

Beint streymi frá Vestfjörðum

Fréttir Markaðsstofa Vestfjarða Vestfjarðaleiðin

Á fimmtudagskvöldið í síðustu viku var beint streymi frá skrifstofu okkar á Ísafirði þar sem Birna Jónasdóttir fjallaði um Vestfjarðaleiðina. Streymið var sent út á facebook síðu Markaðsstofu Vestfjarða @visitwestfjords og á síðu Íslandsstofu undir merkjum Iceland Naturally @icelandnaturally.
Um var að ræða samstarfsverkefni Vestfjarðastofu og Íslandsstofu til kynningar á Vestfjörðum og Vestfjarðaleiðinni á Norður Ameríku markaði. Í kynningunni fór Birna yfir helstu staðreyndir um Vestfjarðaleiðina, sýndi myndefni og tók áhorfendur í stafrænt ferðalag um Vestfjarðaleiðina ásamt því að svara spurningum sem bárust. 
Rúmlega 900 einstaklingar horfðu á streymið í beinni, en enn er hægt að horfa á kynninguna inn á facebook síðum Visit Westfjords og Iceland Naturally og þegar þetta er skrifað hefur kynningin náð til um 3000 manns.