Fara í efni

Haustþingi lokið

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga

65. Fjórðungsþingi Vestfirðinga - haustþingi var að ljúka. Þetta var um margt óvenjulegt þing en þótti að flestu leyti heppnast vel. Það fyrirkomulag að halda þingið í fjarfundi var nýnæmi, en þar sem flestir eru orðnir nokkuð vanir að nota fjarfundabúnað gekk þinghaldið ágætlega. Fundarmenn voru almennt ánægðir með framgang mála á þinginu, framsetning mála var markviss, umræður málefnalegar og afgreiðsla skilvirk. 

Samkomulag var á þinginu um að Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafjarðarbæ, verði áfram formaður stjórnar Fjórðungssambandsins fram að 66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga - haustþingi, en þá taki Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólum við og verði formaður út kjörtímabilið.

Nánari fréttir verða birtar af ályktunum og niðurstöðum þingsins eftir helgi.