Fara í efni

Fjórðungsþingi haldið áfram

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga

Seinni dagur Fjórðungsþings Vestfirðinga er runninn upp. Dagurinn hefst á nefndastörfum, en að þeim loknum setur þingforseti þingið að nýju. Lagðar verða fram ályktanir nefnda og opnað fyrir umræður um þær. Að loknum umræðum verða ályktanir bornar undir atkvæði. Áætlað er að þingstörfum ljúki í hádeginu.