Fara í efni

Fjórðungsþing hafið

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga
Hafdís Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Hafdís Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga.

65. Fjórðungsþing Vestfirðinga - haustþing hefur verið sett. Er þetta framhald af Fjórðungsþingi í vor. Þessi framkvæmd er sakvæmt nýjum samþykktum hjá Fjórðungssambandinu. Eins og í vor er fundurinn haldinn í fjarfundi. 
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur hefur verið kosinn fundarstjóri.
Nú stendur yfir ávarp formanns stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, Hafdísar Gunnarsdóttur.
Að því loknu mun Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ávarpa þingið frá Reykjavík. Þegar ráðherra hefur lokið máli sínu mun Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarpa þingið. Hún talar frá Hveragerði. 
Við tekur skýrsla formanns Samgöngu- og fjarskiptanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Það er Iða Marsibil Jónsdóttir, sem talar frá Bíldudal. 
Við munum flytja fréttir af þinginu eftir því sem því vindur fram.