Fara í efni

Ársfundadagur Vestfjarðastofu

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga
Ársfundadagur Vestfjarðastofu í Bjarkalundi
Ársfundadagur Vestfjarðastofu í Bjarkalundi

Ársfundadagur Vestfjarðastofu er haldinn í Bjarkalundi í dag 2. júní.  Sveitastjórnarfólk af öllum Vestfjörðum kemur nú saman í Bjarkalundi þar sem haldið er 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga og Ársfundur Vestfjarðastofu.

Á ársfundinum er farið yfir hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem kynnt verða samstarfsverkefni sveitarfélaganna Náttúrustofu Vestfjarða, BsVest, Starfsendurhæfingar Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Háskólaseturs Vestfjarða. 

Það er gott að hittast aftur eftir alla netfundi síðasta árs. Það var vor í lofti og gleði yfir að lífið virðist vera að komast aftur í eðlilegt horf.