Fara í efni

Í góðum félagsskap

Í góðum félagsskap - Kynning á fjölbreyttu þátttökustarfi á norðanverðum Vestfjörðum

Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupstaður í samstarfi við Vestfjarðastofu standa fyrir kynningardegi á félagsstarfi á norðanverðum Vestfjörðum. Viðburðurinn hefur fengið heitið: Í góðum félagsskap

Viðburðurinn fer fram laugardaginn 21. september í Edinborgarhúsinu frá kl 14:00-16:00

Fyrirkomulagið verður þannig að þátttakendur fá úthlutað plássi/borð þar sem þeir geta sett upp sinn eigin kynningarbás. Á básnum fer fram fræðsla um viðkomandi starfssemi og gefst þar færi á að hvetja fólk til þáttöku í starfinu. Sérstök áhersla er lögð á að ná til nýrra íbúa í sveitarfélögunum

Lokað verður fyrir skráningu föstudaginn 13. september