Fara í efni

Hafsjór af hugmyndum - frumkvöðlakeppni

Hafsjór af hugmyndum er nýsköpunarkeppni þar sem frumkvöðlum er boðið að senda inn umsóknir til að þróa hugmyndir sínar. 

Við mat á verkefnum verða eftirfarandi þættir hafðir til hliðsjónar; nýnæmi, raunhæfni, arðsemi,  að verkefnin skapi ný störf tengd sjávarfangi á Vestfjörðum, aukin nýting sjávarauðlindarinnar, markaðsmál og staða hugmyndarinnar þ.e. hversu líklegt má teljast að hægt sé að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Fjölbreytt verkefni koma til greina og er keppninni ætlað að skapa tækifæri fyrir nýjar hugmyndir og að ýta þeim úr vör.  

Lokamarkmiðið er að verkefnin komist í framkvæmd með tilheyrandi verðmætasköpun og arðsemi. 

Umsóknarfrestur er 30. apríl 2020 og umsókn sem hefur verið vistuð fyrir kl 16:00 telst móttekin.  Öllum sem sækja um er boðið á vinnustofu Nýsköpunarmiðstöðvar í maí 2020 til að vinna hugmyndirnar áfram og frestur til að senda lokaumsókn er til 15. júní 2020.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér: 

Segið frá hvað felst í verkefninu og hvernig það muni vinna að því að ná markmiðum nýsköpunarkeppninnar.
Hvernig mun verkefnið auka arðsemi hráefnisins sem unnið er með?
Má skila í excel skjali í viðhengi.
Má skila í excel skjali í viðhengi.
Má skila í excel skjali í viðhengi.