Fara í efni

Hafsjór af hugmyndum - frumkvöðlakeppni

Hafsjór af hugmyndum er nýsköpunarkeppni þar sem frumkvöðlum er boðið að senda inn umsóknir til að þróa hugmyndir sínar. 

Innovation contest held by Sjávarútvegsklasi Vestfjarða (association of West Fjords fisheries).

Við mat á verkefnum verða eftirfarandi þættir hafðir til hliðsjónar; nýnæmi, raunhæfni, arðsemi,  að verkefnin skapi ný störf tengd sjávarfangi á Vestfjörðum, aukin nýting sjávarauðlindarinnar, markaðsmál og staða hugmyndarinnar þ.e. hversu líklegt má teljast að hægt sé að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Fjölbreytt verkefni koma til greina og er keppninni ætlað að skapa tækifæri fyrir nýjar hugmyndir og að ýta þeim úr vör.  

Lokamarkmiðið er að verkefnin komist í framkvæmd með tilheyrandi verðmætasköpun og arðsemi. 

Umsóknarfresti hefur verið breytt til 15. júní 2020 og umsókn sem hefur verið vistuð fyrir kl 16:00 telst móttekin.  Öllum sem sækja um er boðið á vinnustofu Nýsköpunarmiðstöðvar í lok júní 2020 til að útfæra hugmyndir betur.

The deadline for applications has been delayed until 15th of June 2020.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér: 

Segið frá hvað felst í verkefninu og hvernig það muni vinna að því að ná markmiðum nýsköpunarkeppninnar.
Hvernig mun verkefnið auka arðsemi hráefnisins sem unnið er með?
Má skila í excel skjali í viðhengi.
Má skila í excel skjali í viðhengi.
Má skila í excel skjali í viðhengi.