Fara í efni

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2024

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna. 

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá.

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp ferðakaupstefnuna Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín 18. janúar 2024. Viðburðurinn verður haldinn í Kórnum í Kópavogi.