Fara í efni

20 ára afmæli Háskólaseturs Vestfjarða fagnað

Föstudaginn 14. mars verður 20 ára afmæli Háskólaseturs Vestfjarða fagnað

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða hefst kl. 13:00 og er fundurinn opinn gestum. Í beinu framhaldi af aðalfundinum, um kl. 14:30, verður opið hús í Vestrahúsinu þar sem stofnanir og fyrirtæki kynna sig og eru með ýmsar uppákomur og því geta bæjarbúar nýtt tækifærið og séð þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í Vestrahúsi. Einnig er 20 metra afmæliskaka í undirbúningi og einhverjar stofnanir ætla að bjóða upp á veitingar og/eða leiki.

Kl. 16:15-17:00: Vestfjarðastofa býður upp á spjallborðið: Frá verstöð til aflstöðvar þekkingar – hver eru næstu skref?

Menntun er drifkraftur í þróun byggðar, atvinnu og mannlífs hvort sem rætt er um Vestfirði eða aðra staði. Vestfjarðastofa vill efna til umræðu um næstu skref í uppbyggingu menntunar á Vestfjörðum nú þegar Háskólasetur Vestfjarða hefur verið starfrækt í 20 ár. Hver eru næstu stóru skref sem taka þarf til að ýta undir jákvæða byggðaþróun, aukin verðmæti afurða og iðandi mannlíf á Vestfjörðum?

Í spjallborði verða:

  • Gauti Geirsson, Háafelli, formaður Sóknarhóps Vestfjarðastofu
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson, Kerecis
  • Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri
  • Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst
  • Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða

Stjórnandi spjallborðs verður Gylfi Ólafsson, stjórnarformaður Vestfjarðastofu