Fara í efni

Niðurstöður viðhorfskönnunar um fiskeldi og samgöngur á Vestfjörðum

Fréttir Skýrslur og greiningar Innviðir Fiskeldi - framtíðarsýn
Fiskeldi á Vestfjörðum
Fiskeldi á Vestfjörðum

Það er mikilvægt að fylgjast með þróun mála á Vestfjörðum til að meta hvernig okkur miðar. Vestfjarðastofa sendi þann 22. september 2022 viðhorfskönnun um fiskeldi og samgöngur í pósti til allra Vestfirðingar en opið var til að svara fram til 9. nóvember 2022. Gefinn var góður tími til svörunar, bæði var send vefslóð og QR kóði og hver einstkalingur fékk sent lykilorð. Markmiðið með QR kóðanum var að ná til yngra fólks á Vestfjörðum og gera öllum kleift að svara á þægilegan hátt.

Helstu niðurstöður hvað varðar samgöngurnar eru að þar sem hafa orðið umbætur á samgöngum er fólk almennt jákvæðara í könnuninni 2022. Þó eru nokkrir þættir sem vekja athygli eins og að konur veigra sér frekar við að ferðast milli byggðarlaga vegna lélegra samgangna eða þjónustu. Hinsvegar þegar spurt er um óþægindi eða kvíða við að ferðast eftir ákveðnum leiðum finnur ungt fólk 18-30 ára fyrir frekar miklum eða mjög miklum kvíða þegar þeir ferðast um ákveðna vegi að vetrarlagi.

Hvað varðar fiskeldi eru helstu niðurstöður að viðhorf til fiskeldis á Vestfjörðum hefur dregið úr jákvæðni miðað við svörin árið 2020 þegar spurt var: ”Þegar á heildina er litið, hversu jákvæður eða neikvæður ert þú gagnvart fiskeldi á þínu svæði?” haustið 2020 voru 81% Vestfirðinga frekar eða mjög jákvæðir en haustið 2022 var sú tala 67%.

Bréf voru send á 4.953 íbúa en alls bárust 525 svör eða 10,6% svarhlutfall. Í sömu könnun sem gerð var árið 2020 og var send í tölvupósti fengust 427 svör. Við úrvinnslu gagna var Vestfirðingum skipt í fjóra hópa: Ísafjörður - póstnúmer 400; Norðanverðir Vestfirðir - póstnúmer 401-430 og 470-471; Sunnanverðir Vestfirðir 450-466; Reykhólar og Strandir - póstnúmer 380-381 og 500-524.

Í samgöngukönnuninni var bætt við spurningu um göngin á Vestfjörðum og felld niður spurningin um Hrafnseyrarheiði sem hefur lokið hlutverki sínu sem þjóðvegur á tímabilinu. Í greiningum á svörum um ferðavenjur voru þeir sem svöruðu ”Ég ferðast aldrei þar vegna þess að ég á sjaldan erindi” teknir út og því eingöngu um að ræða svör frá þeim sem ferðast um umrædda vegi.

Hægt er að nálgast allar niðurstöður könnunarinnar hér: Fiskeldi og samgöngur á Vestfjörðum (vestfirdir.is)

Viðhorf samfélagsins er mikilvægt og mjög gagnlegt að geta borið saman niðurstöður könnunar frá 2020 við nýjustu niðurstöður 2022. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: Fiskeldi og samgöngur á Vestfjörðum (vestfirdir.is)

Í skýrslunum eru hægt að skoða öll svör ýtarlega með áherslu á hvert svæði fyrir sig og út frá öllum forsemdum.

Við erum að horfa til framtíðar og því er mikilvægt að við skoðum hvar við erum stödd núna. Allar þær breytingar sem hafa átt sér stað á síðasta áratug kalla á innviðauppbyggingu um allan fjórðunginn. Bætt þjónustu og bættar samgöngur auka öryggi og ánægju íbúanna á svæðinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Anna Finnbogadóttir hjá Vestfjarðastofu.