Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar sumarstarf í stuðningsþjónustu. Um er að ræða 100% starf á dagvinnutíma. Starfið er frá byrjun júní til loka ágúst 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Starfið er afar fjölbreytt og gefandi.
Helstu verkefni
- Félagslegur stuðningur
- Samskipti við þjónustuþega
- Aðstoð við innkaup/erindrekstur
- Ýmis aðstoð við heimilisstörf skv. vinnuleiðbeiningum
- Aðstoð við þrif á heimilum þjónustuþega skv. vinnuleiðbeiningum
Hæfniskröfur
- Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Samviskusemi og stundvísi
- Áhugi á að vinna með fólki
- Reynsla af umönnun er kostur
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Frumkvæði og þolinmæði
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Bílpróf
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjölur/ VerkVest). Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2025.
Umsóknir skulu sendar til Hörpu Stefánsdóttur, deildarstjóra í félagsþjónustu á netfangið harpast@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.
Nánari upplýsingar veitir Harpa, í síma 450-8000 eða í gegnum ofangreint netfang.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-