Reykhólahreppur er þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir með áherslu á samfélagslega þróun í gegnum verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða. Verkefnið er unnið í samstarfi við Reykhólahrepp, Vestfjarðastofu og Byggðastofnun, með það að markmiði að styðja við sjálfbæra uppbyggingu, virka þátttöku íbúa og framtíðarsýn íbúa sem birt er í verkefnisáætlun.
Búið að opna fyrir umsóknir
Umsóknarferlið í Frumkvæðissjóð Fjársjóðs fjalla og fjarða er hafið og býður verkefnisstjóri upp á ráðgjöf fyrir áhugasama, bæði hvað varðar hugmyndavinnu og gerð umsókna.
Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 20. ágúst kl. 16:00. Alls eru 11.000.000 kr. til úthlutunar í þessari fyrstu umferð.
Meginmarkmið verkefnisins:
- Jákvætt og umburðarlynt samfélag
- Samstaða um auðlindanýtingu
- Frjótt atvinnu- og mannlíf
Verkefnisstjórn Fjársjóðs fjalla og fjarða mun fara yfir innsendar umsóknir og leggja mat á verkefni með hliðsjón af gæðum hugmynda, samfélagslegum áhrifum og í samræmi við markmið verkefnisins.
Allar nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á síðu verkefnisins