Fara í efni

Áhersluverkefni sóknaráætlunar

Áhersluverkefni sóknaráætlunar
Sóknaráætlun Vestfjarða skiptist í uppbyggingarsjóð og áhersluverkefni. Áhersluverkefni eru aðgerðir sem Vestfjarðastofa eða aðrir vinna til að uppfylla markmið Sóknaráætlunar.

Áhersluverkefni tengjast þáttum sem skilgreindir eru í Sóknaráætlun svo sem atvinnuuppbyggingu, nýsköpun, menningu, menntun eða byggðaþróun, ýmist tengd öllum Vestfjörðum eða ákveðnum svæðum. Áhersluverkefni eru  verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin skulu hafa skýr markmið og áherslumælikvarða og vera samþykkt af stjórn landshlutasamtakanna auk þess að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál. 
Tillögur að áhersluverkefnum eru lagðar fyrir samráðsvettvang Sóknaráætlunar til umræðu og athugasemda, en endanleg ákvörðun varðandi fjármagn og verkefni er tekin af stjórn Vestfjarðastofu sem ber ábyrgð á verkefninu.

Vegna Covit19 auglýsti Vestfjarðastofa eftir átaksverkefnum og var hægt að senda inn hugmyndir til 3. maí 2020. Fóru hugmyndirnar í hugmyndapott og er enn verið að vinna úr tillögum. Stefnt er að því að þær verði tilbúnar ekki seinna en í lok maí. Þær tillögur sem eru taldar líklegar til árangurs fyrir svæðið verða framkvæmdar í heild, að hluta og eða jafnvel sameinaðar með öðrum tillögum.  Ekki verður haft samband við alla þá sem sendur inn tillögur þar sem ekki var um að ræða umsóknir, en haft verður samband við þá sem sendu inn tillögur sem verða unnar og aðkoma innsendingaraðila er þörf.  
Markmið  átaksverkefnisins er að efla atvinnu- og menningarlíf á Vestfjörðum.   Áhersla er á að fá inn tillögur sem hægt er að vinna hratt og skilvirkt og skili árangri sem fyrst. 

Tillögurnar  þurfa að hafa skírskotun til Sóknaráætlunar Vestfjarða.

Áhersluverkefni 2021
Áhersluverkefni 2020
Áherlsuverkefni 2019
Áhersluverkefni  2018
Áhersluverkefni 2017
Áhersluverkefni 2016
Áhersluverkefni 2015

 

Tengdar fréttir