Fara í efni

Stafrænir Vestfirðir

Stafrænir Vestfirðir
Verkefnið Stafrænir Vestfirðir snýst um að bæta stafræna getu ferðaþjóna á svæðinu. Hugmyndin er að auka gæði vestfirskrar ferðaþjónustu með því að minnka hina stafrænu gjá sem hefur myndast milli ferðaþjónstuaðila á Vestfjörðum og þeirra gesta sem sækja Ísland heim. 

Verkefnið var auglýst og var fyrirtækjum boðið að sækja um ráðgjöf sér að kostnaðarlausu, níu fyrirtæki sóttu um og tóku þátt í verkefninu árið 2018. Ráðgjafi var fenginn til að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum að því að auka stafræna getu þeirra, tryggja sýnileika á samfélagsmiðlum og til að ráðleggja varðandi næstu skref í stafrænni þróun fyrirtækisins. Árið 2019 verða í boði ýmis námskeið til að efla stafræna getu ferðaþjóna á Vestfjörðum. 

Verkefnið hlaut styrk frá Ferðamálastofu árið 2018, til þriggja ára. 

Starfsmaður verkefnis