Fara í efni

Vestfirðir 2035

Vestfirðir 2035
Vestfirðir 2035 er sviðsmyndavinna fyrir Vestfirði.  Sviðsmyndir munu nýtast til að búa svæðið undir framtíðina, hjálpa við mótun stefnu, gerð skipulags og við markaðssetningu svæðisins, hvort sem er til búsetu eða ferðalaga.

Markmið sviðsmynda er að efla skilning á hugsanlegri framtíðarþróun og helstu óvissuþáttum sem geta breytt umhverfi okkar. Fyrirsjáanlegar eru breytingar á samgöngum, tækni, fjarskiptum og  atvinnulífi sem hafa munu mikil áhrif á þróun byggðar á Vestfjörðum. Sviðsmyndagreining skoðar hvaða drifkraftar í umhverfinu skipta mestu máli, hverjir eru háðir mestri óvissu og hvað gæti hugsanlega gerst ef þessir kraftar þróast í mismunandi áttir.

Vinna við gerð sviðsmynda hentar vel til að stilla saman skoðunum ólíkra hópa og leggja grunn að sameiginlegri stefnumótun. Með því að skoða umhverfi dagsins í dag með gleraugum framtíðarinnar eigum við auðveldara með að koma auga á nýja möguleika og fá heildstæðari sýn til ákvarðanatöku.

Sviðsmyndagreining Vestfjarða ber heitir Krossgötur og má finna hér til hliðar í tengd skjöl. 

Tengd skjöl

Krossgötur - Sviðsmyndagreining