Fara í efni

Upplýsingamyndbönd - frá hugmynd að veruleika

Fréttir Verkefni

Landshlutasamtökin í samstarfi við Byggðastofnun hafa látið útbúa stutt fræðslumyndbönd með upplýsingum fyrir þá sem ganga með hugmynd í maganum, vilja sækja um styrki, eru að velta fyrir sér rekstarformum og markaðssetningu fyrirtækja, vilja gera viðskiptaáætlun eða koma sínum rekstri á framfæri til dæmis á samfélagsmiðlum. Myndböndin eru hnitmiðuð, gagnleg og fjallar hvert þeirra um afmarkað efni. Myndböndin eru textuð á íslensku, ensku og pólsku og má finna  -- hér --  eða undir flipanum Ráðgjöf og atvinnuþróun / Verkfærakistan

Við hvetjum áhugasama um að horfa á þau öll en sem fyrr eru atvinnuráðgjafar Vestfjarðastofu tilbúnir til að vita stuðning og ráðgjöf til frumkvöðla og þá sem ganga með hugmynd í maganum.