Fara í efni

Þinggerð 68. Fjórðungsþings komin á netið

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga

Hér á heimasíðu okkar er nú að finna samþykkta þinggerð frá 68. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti sem haldið var í Bolungarvík dagana 6.-7. október síðastliðna. Þar er rakið það sem fram fór á þinginu; þau ávörp sem flutt voru, þau þingmál sem lögð voru fram, erindi framsögufólks og afgreiðslu ályktana. Einnig er búið að taka allar ályktanir saman í eitt skjal, sem hægt er að nálgast hér. Þá eru líka öll myndbönd komin inn og hægt að sjá það sem fram fór á þinginu að nefndarstörfum undanskildum.