Fara í efni

Málaflokkar

Markaðs- og áfangastaðastofa

Vestfjarðastofa sinnir ferðaþjónustu svæðisins undir merkjum Markaðsstofu Vestfjarða og Visit Westfjords. Verkefni í tengslum við ferðaþjónustu eru unnin í  samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu sem og ferðaþjónustufyrirtækin. 

Markaðsstofa Vestfjarða starfar sem deild innan Vestfjarðastofu og sinnir markaðssetningu, innviðamálum og stefnumótun ferðaþjónustu svæðisins. Helstu hlutverk Markaðsstofu Vestfjarða eru:

  • Kynning svæðisins
  • Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum (www.westfjords.is)
  • Útgáfa kynningarefnis, bæklinga og korta
  • Blaðamannaferðir í samstarfi við Íslandsstofu
  • Ferðasýningar á lykilmörkuðum
  • Gerð og eftirfylgni áfangastaðaáætlunar 

Markaðsstofa Vestfjarða hélt utan um vinnu við Áfangastaðaáætlun Vestfjarða, en sú áætlun var gefin út seinni hluta árs 2018, en unnar hafa verið uppfærslur á samantekt 2020 og 2022. Í Áfangastaðaáætluninni er sett fram heilsteypt stefna fyrir svæðið í ferðaþjónustu. 

Umhverfismál

Vestfjarðastofa starfar náið með sveitarfélögunum á Vestfjörðum að umhverfismálum, enda hafa Vestfirðir einsett sér að standa framarlega í umhverfismálum. Sveitarfélögin hafa meðal annars unnið sér inn silfurvottun umhverfissamtakanna Earth Check. Vestfjarðastofa heldur utan um þá vottun með verkefninu Umhverfisvottun Vestfjarða

Vestfjarðastofa heldur einnig utan um verkefnið Græn skref en verkefnið snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi sveitarfélaganna  ásamt því að skapa fordæmi í því að minnka umhverfisáhrif með kerfisbundnum hætti. 

Vestfjarðastofa heldur jafnframt utan um tilraunaverkefnið Náttúrulega Vestfirðir sem er tilraun til að búa til samfélag á Facebook þar sem Vestfirðingar geta deilt góðum ráðum til að minnka plastnotkun og önnur umhverfismál. 

Sveitarstjórnarmál

Vestfjarðastofa samþættir krafta landshlutans, fylgir eftir hagsmunum umhverfisins, samfélagsins og efnahaglífs byggðanna og stuðlar þannig að öflugum og sjálfbærum Vestfjörðum. Vestfjarðastofa vinnur að fjölmörgum verkefnum með sveitarfélögunum fjórðungsins, stuðlar að samstarfi sveitarfélaga og annast rekstur skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga. 

Vestfjarðastofa er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Vestfjörðum og atvinnulífsins á svæðinu og er stjórn Vestfjarðastofu skipuð fimm aðilum frá sveitarstjórnum svæðisins (stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga) og fjórum aðilum frá atvinnulífi og menningu. 

Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög sem starfa saman að fjölmörgum hagsmunamálum fjórðungsins. Helsti sameiginlegi vettvangur sveitarstjórnarfólks er haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga og þar eru málefni sem efst eru á baugi tekin fyrir.  

Sóknaráætlun

Sóknaráætlun Vestfjarða er þróunaráætlun sem felur í sér stöðumat og framtíðarsýn landshlutans ásamt markmiðum og leiðum til að ná fram þeirri sýn. 

Sóknaráætlanir landshluta eru þróunarverkefni  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og landshlutasamtaka sveitarfélaga samkvæmt samningum sem gilda til fimm ára. Núgildandi Sóknaráætlun er fyrir tímabilið 2020-2024.

Undir Sóknaráætlun er annars vegar Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og hins vegar Áhersluverkefni sem skilgreind eru til allt að þriggja ára í senn.
Áætlunin er gerð til 5 ára en hægt er að uppfæra hana innan tímabilsins.

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða fer fram einu sinni á ári í desember. Kosin eru fagráð nýsköpunar og menningar sem fara yfir umsóknir um styrki, og úthlutunarnefnd sem ákvarðar styrkupphæðir. Síðan árið 2015 hafa um eða yfir 120 umsóknir um styrki borist ár hvert og hafa fjölmörg áhugaverð verkefni orðið að veruleika með tilstuðlan styrkja úr Uppbyggingarsjóði.

Atvinnuþróun og nýsköpun

Hjá Vestfjarðastofu starfar teymi atvinnu- og byggðaþróunar sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna Vestfirðinga í innviðamálum en þar eru helstu áherslurnar orku- og samgöngumál.

Sjávarútvegsklasi Vestfjarða hittist reglulega en þar koma saman sjávarútvegsfyrirtækin og ræða þau mál sem á þeim brenna hverju sinni auk þess sem klasinn stendur að háskólastyrkjunum "Hafsjór af hugmyndum" þar sem markmiðið er að styrkja háskólanema til rannsókna sem efla greinina og skapa tengsl milli fyrirtækjanna og háskólanema.

Vestfjarðastofa hefur unnið viðhorfskannanir og rannsóknir á fiskeldi auk þess að standa fyrir viðburðum þar sem fiskeldi á Vestfjörðum hefur verið kynnt og rætt. 

Verið er að vinna að fjárfestingasíðu þar sem helstu upplýsingar um tækifæri á Vestfjörðum munu liggja fyrir á einum stað.  Á vordögum var stofnaður Sóknarhópur Vestfjarðastofu sem samanstendur af vestfirskum fyrirtækjum og skapar vettvang til að ræða saman og vinna að hagsmunamálum fyrirtækjanna.

Helsta markmið teymisins er að efla nýsköpun og skapa umhverfi sem styrkir atvinnulífið.

Fjórðungssamband Vestfirðinga

Fjórðungssamband Vestfirðinga eru hagsmunasamtök sveitarfélaga á Vestfjörðum, sameiginlegur vettvangur þeirra og málsvari sem stofnuð voru 11. nóvember 1949.

Tilgangur Fjórðungssambandsins (FV) er að vinna að hagsmunum vestfirskra sveitarfélaga og leiða sameiginleg málefni eftir ákvörðun sveitarfélaganna hverju sinni. Stefna samabandsins er mótuð af ályktunum Fjórðungsþinga og stefnumörkun FV hverju sinni. FV fylgist náið með og beitir sér í málefnum sveitarfélaga, hvar sem þau kunna að vera til umfjöllunar, svo sem á Alþingi, í ráðuneytum og ríkisstofnunum. FV starfar náið með öðrum landshlutasamtökum sveitarfélaga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að málefnum sveitarstjórnarstigsins.

Þann 1. desember 2017 var Vestfjarðstofa stofnuð sem vettvangur atvinnu- og byggðaþróunar á Vestfjörðum. Vestfjarðastofa hefur frá þeim tíma annast verkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Fjórðungssamband Vestfirðinga starfar áfram sem lögaðili.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga og formaður stjórnar kjörin til tveggja ára á 67. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti, 8.-10. september 2020 :

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður, Reykhólahreppi
Aðalsteinn Egill Traustason, Ísafjarðarbæ
Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaformaður, Ísafjarðarbæ (kjörinn af stjórn 26. september 2022)
Lilja Magnúsdóttir, Tálknafjarðarhreppi
Magnús Ingi Jónsson, Bolungarvíkurkaupstað

Varastjórn í sömu röð og aðalmenn:
Þorgeir Pálsson, Strandabyggð
Jóhann Birkir Helgason, Ísafjarðarbæ
Gylfi Ólafsson, Ísafjarðarbæ
Anna Vilborg Rúnarsdóttir, Vesturbyggð
Bragi Þór Thoroddsen, Súðavíkurhreppi

Áheyrnarfulltrúar í stjórn FV.

Samkvæmt breytingum á ákvæðum samþykkta FV þann 23. október 2021 er sveitarstjórn sem ekki á fulltrúa í stjórn FV heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn.
Beðið er tilnefninga sveitarfélaga og verða þær settar inn eftir því sem þær berast

Innviðanefnd og formaður innviðanefndar, kjörin til tveggja ára á 67. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti, 8.-10. setember 2022

Kristján Þór Kristjánsson, formaður, Ísafjarðarbæ
Arinbjörn Bernharðsson, Árneshreppi
Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, Bolungarvíkurkaupstað
Jón Árnason, Vesturbyggð
Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, Vesturbyggð

Varamenn í sömu röð og aðalmenn
Elísabet Samúelsdóttir, Ísafjarðarbæ
Vilberg Þráinsson, Reykhólahreppi
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Ísafjarðarbæ
Guðlaugur Jónsson, Tálknafjarðarhreppi
Magnús Einar Magnússon, Ísafjarðarbæ

Fjárhagsnefnd, kjörin til tveggja ára á 67. Fjórðungsþingi - kosningasumar, 14. júní 2022

Baldur Smári Einarsson, formaður Bolungarvíkurkaupstað
Hrefna Jónsdóttir, Reykhólahreppi
Jón Árnason, Vesturbyggð
Elísabet Samúelsdóttir, Ísafjarðarbæ
Jóhann Birkir Helgason, Ísafjarðarbæ

Varamenn í sömu röð og aðalmenn
Bragi Þór Thoroddsen, Súðavíkurhreppi
Eva Sigurbjörnsdóttir, Árneshreppi
Gerður Sveinsdóttir, Vesturbyggð
Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafjarðabæ
Gylfi Ólfasson, Ísafjarðarbæ

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða, kjörinn til tveggja ára á 67. Fjórðungþingi Vestfirðinga að hausti, 8.-10. september 2022

Kristján Þ Kristjánsson, formaður, Ísafjarðarbæ
Friðbjörg Matthíasdóttir, Vesturbyggð
Arnlín Óladóttir, Kaldrananeshreppi
Elsa Arnardóttir, formaður fagráðs menningar
Hólmfríður Einarsdóttir, formaður fagráðs nýsköpunar

Varamenn í sömu röð
Olga Agata Tabaka, Bolungarvíkurkaupstað
Lilja Magnúsdóttir, Tálknafjarðarhreppi
Hrefna Jónsdóttir, Reykhólahreppi
Greipur Gíslason, utan svæðis
Arnar Sigurðsson, utan svæðis 

Fagráð menningar 2022-2024
Aðalmenn
Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, Reykhólahreppi
Smári Haraldsson, Ísafjarðarbæ
Friðbjörn Steinar Ottósson, Vesturbyggð
Elsa Arnardóttir, formaður

Varamenn (í sömu röð og aðalmenn)
Marta Jóhannesdóttir, Kaldrananeshreppi
Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir, Bolungarvíkurkaupstað
Davíð Rúnar Gunnarsson, Vesturbyggð
Greipur Gíslason, utan svæðis

Fagráð atvinnuþróunar, nýsköpunar og umhverfismála 2022-2024

Aðalmenn
Þorgeir Pálsson, Strandabyggð
Tinna Ólafsdóttir, Ísafjarðarbæ
Guðlaugur Jónsson, Tálknafjarðarhreppi
Hólmfríður Einarsdóttir, formaður

Varamenn (í sömu röð og aðalmenn)
Viktoría Rán Ólafsdóttir, Kaldrananeshreppi
Jón Páll Hreinsson, Bolungarvíkurkaupstað
Sigurður Viggósson, Vesturbyggð
Arnar Sigurðsson, utan svæðis

Byggðaþróun

Síða í vinnslu

Menning

Síða í vinnslu