Spennandi hraðall fyrir vestfirska frumkvöðla
Startup Landið er nýr, sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum í landsbyggðunum. Hraðallinn, sem haldinn er í samstarfi allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, hefst 18. september og stendur til 30. október. Opið er fyrir umsóknir til 31. ágúst og verða valin til þátttöku tvö teymi úr hverjum landshluta.
25. ágúst 2025