Ert þú samfélagsfrumkvöðull? Eða vilt þú fræðast um samfélagslega nýsköpun?
Dagana 12.-14. maí verður fundaröð MERSE um samfélagslega nýsköpun á þremur svæðum Vestfjarða. Verkefnastjórar MERSE, Steinunn Ása Sigurðardóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir fara yfir áðurnefnd hugtök og hvernig þau birtast okkur hér á Vestfjörðum. Einnig munu þær fara yfir hvað evrópska samstarfsverkefnið MERSE gengur út á, hvað er búið að eiga sér stað innan þess og hverju við höfum komist að.
02. maí 2025