Fréttabréf Vestfjarðastofu komið út
Fréttabréf Vestfjarðastofu er komið úr sumarfríi. Þar kennir ýmissa grasa og auðvitað er þar fyrirferðamikil Gullkistan Vestfirðir. Það er þó ekki það eina sem er þar að finna því einnig má lesa um heimsókn til Oulu í Finnlandi, jarðgerðavélar á Vestfjörðum, íbúafund á Þingeyri og fréttir af framgangi vinnu við svæðisskipulag Vestfjarða – svo fátt eitt sé nefnt.
04. september 2025