A­alsteinn Ëskarsson | mßnudagurinn 21. j˙lÝá2014

K÷nnun ß vi­horfum Ýb˙a ß Vestfj÷r­um, 2013

═b˙afundur ß BÝldudal, sept 2013
═b˙afundur ß BÝldudal, sept 2013

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur nú birt niðurstöður viðhorfskönnunar sem tekin var á meðal íbúa á Vestfjörðum síðla árs 2013. Könnunin var unnin fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga með tilstyrk Sóknaráætlunar landshluta. Almennt er niðurstaða könnunarinnar að íbúar á Vestfjörðum hafa jákvætt viðhorf til sinna samfélaga, náttúru og atvinnulífs en ósáttir við hæga uppbyggingu innviða. Ætlun er að gera sambærilegar kannanir með reglubundnum hætti sem lið í eftirfylgni með byggðaþróun á Vestfjörðum


Nßnar
A­alsteinn Ëskarsson | fimmtudagurinn 17. j˙lÝá2014

Stjˇrnarfundur 15. j˙lÝ 2014.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga kom saman til fundar 15. júli s.l.. Á fundinum var bókuð harðorð ályktun gegn nýrri reglugerð heilbrigðisrherra varðandi sameiningu heilbrigðisstofnana. Einnig staðfesti stjórn tillögu Menningarráðs Vestfjarða um úthlutun menningarstyrkja, en nánar verður fjallað um þá úthlutun um eða eftir helgina 19. - 20. júlí. Fundargerð fundarins má finna hér.

A­alsteinn Ëskarsson | mßnudagurinn 14. j˙lÝá2014

Ver­k÷nnun almenningssamgangna, frestur framlengdur til 21. j˙lÝ n.k.

Einhver brögð voru á því að tölvupóstur skilaði sér ekki samtímis til allra aðila varðandi verðkönnun á almeningssamgöngum og hafa aðilar því óskað eftir fresti að þessum sökum. FV ætlar að verða við þessum óskum og gefa frest til mánudags 21. júlí kl 10.00. Þess er vænst að aukinn frestur gefi aðilum einnig tök á því að  hafa til reiðu öll þau gögn sem óskað er að fylgi svari við verðkönnun. Það flýtir allri vinnu við úrvinnslu málsins og samningar náist fyrir þann 25. júlí n.k..


Nßnar

Svipmynd