Í gær var fundur á Stykkishólmi með starfsmanni frá EarthCheck, Patrick Renouard og Guðrúnu Bergmann frá Grænum hælum, umboðsaðila EarthCheck á Íslandi. Lína Björg verkefnastjóri FV og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð sóttu fundinn ásamt fulltrúum frá Snæfellsnesi.


Nßnar
A­alsteinn Ëskarsson | mi­vikudagurinn 9. aprÝlá2014

Breytingar ß l÷gum um fiskeldi, fundur me­ atvinnuveganefnd Al■ingis 8. aprÝl 2014

FiskeldissvŠ­i ß Vestfj÷r­um
FiskeldissvŠ­i ß Vestfj÷r­um

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um fiskeldi (71/2008) í lok mars sl. Atvinnuveganefnd Alþingis óskaði eftir umsögnum um frumvarpið og skilaði FV umsögn og kynnti efni hennar á fundi með nefndinni þann 8. apríl, á fundinum voru einnig fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga að kynna umsögn sambandsins.


 


FV telur mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga en gerir tillögu um breytingu á frumvarpinu sem tryggi aðild sveitarfélaga að leyfisveitingum á grunni strandsvæðaskipulags. Einnig leggur FV til að stjórnsýsla fiskeldismála verði byggð upp á Vestfjörðum enda stefni í að Vestfirðir verði stærsta fiskeldssvæði landsins. Umsögn FV má finna á vef FV.    


Nßnar
DÝana Jˇhannsdˇttir | mßnudagurinn 7. aprÝlá2014

Undirritun samnings vi­ Tjarnarg÷tu

Baldvin, DÝana og Einar Ben
Baldvin, DÝana og Einar Ben

Sveitarfélögin á Vestfjörðum ásamt samstarfsaðilum á landsvísu og ferðaþjónum á Vestfjörðum hafa ákveðið að sækja fram og eru að fara af stað í stórt þriggja ára markaðsátak. Verkefninu verður stýrt af Markaðsstofu Vestfjarða en þetta er stærsta markaðsverkefnið sem sveitarfélögin hafa farið í frá upphafi. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna og ýta undir þá jákvæðu ímynd sem Vestfirðir hafa nú þegar.


Nßnar

Svipmynd