Jˇn Jˇnsson | mßnudagurinn 22. septemberá2014

┴lyktun FV um framkvŠmdir vi­ Vestfjar­aveg

Yfirlitsmynd af veglÝnum - af vef Vegager­arinnar
Yfirlitsmynd af veglÝnum - af vef Vegager­arinnar

Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga í Þróunarsetrinu Skor á Patreksfirði þann 20. september var rætt um vegagerð í Gufudalssveit og tekið til umræðu erindi Skipulagsstofnunar frá 9. september: „Ákvörðun um tillögu að matsáætlun Vestfjarðavegar 60 milli Bjarkalundar og Melaness.“ Skipulagsstofnun var þar að svara erindi Vegagerðarinnar frá 4. júlí um tillögu að matsáætlun fyrir Vestfjarðarveg með nýrri útfærslu veglína. Í svari Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin fellst ekki á tillögu Vegagerðarinnar, en setur jafnframt fram leiðbeiningar um málsmeðferð. Vegagerðin ákvað síðan þann 18. september að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.


Nßnar
LÝna Bj÷rg Tryggvadˇttir | ■ri­judagurinn 16. septemberá2014

Bygg­amßlarß­stefna ß Patreksfir­i 19. og 20. september nk.

Háskólasetur Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vesturbyggð og Byggðastofnun standa að Byggðamálaráðstefnu á Patreksfirði  næstkomandi föstudag og laugardag. Aðsókn að ráðstefnunni er með ágætum, en um 60 manns hafa nú þegar skráð sig. Byggðamálaráðstefnan er öllum opin, en henni er ætlað að opna og móta umræðu um byggðamál á landsbyggðinni, móta umræðu um stefnumótun í stjórnsýslu og stjórnmálum ásamt því að vera vettvangur nýrra rannsókna.


Nßnar
A­alsteinn Ëskarsson | mßnudagurinn 15. septemberá2014

Hringtenging ljˇslei­ara ß Vestfj÷r­um komi­ ß.

Í sérstakri umræðu um fjarskiptamál á Alþingi í dag, kom fram hjá innanríkisráðherra að fjármagni Fjarskiptsjóðs verði varið í uppbyggingu hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum, þ.e. frá Súðavík að Brú í Hrútafirði. Fram kom að áætluð fjárhæð er um 300 mkr og því nægir ekki fjármagn Fjarskiptasjóðs en það er um 100 mkr á ári. Því hafa stjórnvöld leitað samstarfs við aðila sem hafa hag af uppbygginu ljósleiðara á Vestfjörðum s.s. fjarskiptafyrirtæki, orkufyrirtæki o.fl., að þeir komi að fjármögnun verkefnisins. Hér er um markverðan árangur að ræða en sem kemur eftir alltof langa bið, bið sem hefur valdið miklu tjóni fyrir vestfirskt atvinnulíf og samfélag á síðastu árum. Síðan er verkefni er lítur að uppbyggingu háhraðanets í dreifbýli og þar verður á sama hátt setja fram aukið fjármagn og markvissa áætlun um uppbyggingu.    

Ánægjulegt var hve umræða endurspeglaði eindregin stuðning allra flokka og verður því að vænta að málið njóti stuðnings þegar fjárlög ársins 2015 og fjáraukalög 2014 verða afgreidd.

Svipmynd