A­alsteinn Ëskarsson | mi­vikudagurinn 25. nˇvemberá2015

Fjˇr­ungssamband Vestfir­inga fagnar sÚrtŠkum a­ger­um Ý bygg­amßlum

Í tilefni fréttar á visir.is í dag 25. nóvember, vill Fjórðungssamband Vestfirðinga samfagna sveitarfélögum á Norðurlandi vestra með þann árangur sem þau hafa náð í samstarfi við stjórnvöld, um fjárveitingar til uppbyggingar á sviði nýsköpunar, menningar og í heilbrigðisþjónustu landshlutans. Það er hinsvegar miður að ekki er tekið á tilllögum um tilflutning opinberra starfa sem var annað meginhlutverk samstarfsnefndar ríkis og sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga leggur í framhaldinu áherslu á að ríkisstjórnin taki á sambærilegan hátt á þeim sértæka vanda sem langvarandi fólksfækkun veldur á svæðum eins og á Vestfjörðum og víðar. Mótaðar tillögur um verkefni á Vestfjörðum á sviði nýsköpunar og menningar liggja fyrir í Sóknaráætlun Vestfjarða auk áherslna um fjölgun opinberra starfa á sértækum starfssviðum. Úr þeim tillögum er hægt að vinna úr á tiltölulega skömmum tíma, nú þegar vilji stjórnvalda liggur fyrir um veita slíkum verkefnum brautargengi með ásættanlegum fjárveitingum. 

A­alsteinn Ëskarsson | mi­vikudagurinn 25. nˇvemberá2015

Fjßraukal÷g 2015. Krafa um lei­rÚttingu framlaga.

Fjáraukalög eru tæki stjórnvalda til að taka á ófyrirséðum áföllum í rekstri opinberrar verkefna og einnig til að koma af stað brýnum verkefnum. Fjórðungssamband Vestfirðinga leggur áherslu á í umsögn til Alþingis að tekið tveim verkefnum sem falla undir framangreinda flokka.

 

Annarsvegar krefst Fjórðungssambandið að framlög til BsVest verði aukin á árinu 2015 til að mæta sértækum rekstarvanda í málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum.

 

Hinsvegar fagnar Fjórðungssambandið því að nú verði veitt fjármagni til að efla sjávarflóðarannsóknir, enda um brýnt mál að ræða vegna hækkandi sjávarstöðu. Hinsvegar eru það jafnframt mikil vonbrigði að ekki er lögð áhersla á uppbyggingu starfsstöðvar Veðurstofu Íslands á Ísafirði á þessu starfsviði.

 

Benda verður hér á stefnu stjórnvalda um eflingu stafsemi hins opinbera á landsbyggðinni. Verkefnið sem hér um ræðir hafði starfstöð Veðurstofu á Ísafirði frumkvæði að og þróaði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og sveitarfélögin á Vestfjörðum. Verkefnið fellur vel að núverandi starfssemi starfstöðvarinnar á sviði ofanflóða og myndi efla starfsteymi Veðurstofu Íslands á sviði flóðarannsókna. Það er því krafa Fjórðungssambandsins stjórnvöld fylgi nú eftir stefnu sinni um eflingu opinberra starfa á landsbyggðinni með því að beina auknum fjárveitingum til þessa verkefnis til Veðurstofu Íslands á Ísafirði en ekki í Reykjavík.

Sjá nánar hér

Jˇn Jˇnsson | ■ri­judagurinn 10. nˇvemberá2015

┴skorun til rß­herra og ■ingmanna

Frß auka■ingi Bygg­asamlags Vestfjar­a um mßlefni fatla­s fˇlks
Frß auka■ingi Bygg­asamlags Vestfjar­a um mßlefni fatla­s fˇlks

Landshlutasamtök á öllu landinu og þar með Fjórðungssamband Vestfirðinga hafa sameinast um áskorun þar sem skorað er á ráðherra og alþingismenn að tryggja að við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 verði aukin framlög til eftirtalinna málaflokka sem allir eru gríðarlega mikilvægir fyrir byggðaþróun til framtíðar:

  • Þjónusta við fatlað fólk
  • Samningar um sóknaráætlun
  • Samgöngumál (nýframkvæmdir, viðhald og þjónusta)
  • Almenningssamgöngur
  • Ljósleiðaravæðing

Landshlutasamtökin eru sem fyrr reiðubúin til að leggjast á árar með sínum kjörnu fulltrúum og ríkisvaldinu við að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Það verður þó ekki gert nema vilji til þess sjáist í fjárlagafrumvarpinu gagnvart þessum lykilmálum.

Svipmynd