LÝna Bj÷rg Tryggvadˇttir | mßnudagurinn 20. oktˇberá2014

Nßmskei­ fyrir kj÷rna fulltr˙a Ý sveitarstjˇrnum

Samband íslenskra sveitarfélaga og Fjórðungssamband Vestfirðinga standa að námskeiði fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn sem ber yfirskriftina " Það sem þú þarft að vita sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn - hvort sem þú ert nýr eða gamall". 


Nßnar
Sif Huld Albertsdˇttir | fimmtudagurinn 16. oktˇberá2014

Auglřsing um styrki vegna nßmskostna­ar e­a verkfŠra- og tŠkjakaupa fatla­s fˇlks

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.

 

Byggðasamlaginu er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

 

Umsóknafrestur er til 15. nóvember 2014 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilissveitarfélags, umsóknaeyðublöð og reglur um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa eru að finna hjá viðkomandi félagsþjónustu.

Jˇn Jˇnsson | mßnudagurinn 6. oktˇberá2014

┴lyktanir 59. Fjˇr­ungs■ings

Fjórðungsþing Vestfirðinga var nú haldið í fyrsta sinn í á Þingeyri dagana 3.-4. október. Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum fjölmenntu á þingið og fóru þingstörfin vel og skipulega fram þrátt fyrir nokkra röskun vegna veðurs á fyrri þingdegi. Fjórðungsþingið ályktaði um fjöldamörg málefni sem varða heill og framtíð Vestfjarða og varð fundarmönnum tíðrætt um samskipti milli ríkis og sveitarfélög og þau verkefni sem vestfirskum sveitarstjórnarmönnum finnst skorta að ríkisvaldið setji nægilegt fjármagn til. Ályktanir þingsins um margvísleg málefni má nálgast undir þessum tengli (pdf skjal).

 

Svipmynd