A­alsteinn Ëskarsson | mßnudagurinn 25. jan˙ará2016

Bygg­arannsˇknasjˇ­ur auglřsir styrki

Byggðarannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á sviði byggðamála árið 2016. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. 

Sjá: http://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/auglysing-um-styrki-til-rannsokna-a-svidi-byggdamala-1

Jˇn Jˇnsson | laugardagurinn 23. jan˙ará2016

Umsˇknarfrestur Ý Uppbyggingarsjˇ­ runninn ˙t

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða er nú runninn út og mikill fjöldi umsókna barst á lokasprettinum. Nú tekur við úrvinnsla umsókna, en það er níu manna Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sem hefur það verkefni að fara yfir umsóknir og velja þau verkefni sem styrkt eru. Umsóknir eru m.a. metnar út frá samþykktum úthlutunarreglum hverju sinni, áherslum sjóðsins, markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 og samningi milli ríkis og sveitarfélaga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019.


Nßnar
Jˇn Jˇnsson | laugardagurinn 23. jan˙ará2016

Samrß­sfundur ß HˇlmavÝk

Samkvæmt samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga sem tóku gildi um síðastliðin áramót verða haldnir reglulegir samráðsfundir stjórnar FV og sveitarstjóra allra sveitarfélaganna níu á Vestfjörðum. Miðað er við fjóra slíka fundi á ári þar sem fulltrúar allra sveitarfélaga, stjórn og starfsmenn FV hittast. Markmið breytinganna er að auka samtalið og upplýsingaflæði milli allra sveitarfélaganna, draga úr lýðræðishalla og búa til vettvang fyrir virka þátttöku allra sveitarfélaga í starfinu milli Fjórðungsþinga. Fyrsti slíki fundurinn var haldinn á Café Riis á Hólmavík 22. janúar og mættu fulltrúar allra sveitarfélaga.


Nßnar

Svipmynd