Fara í efni

Púkinn barnamenningarhátíð

Púkinn barnamenningarhátíð verður haldin um alla Vestfirði í annað sinn dagana 15.-26. apríl. Púkinn er vettvangur fyrir vestfirsk börn að kynnast listum og menningu á fjölbreyttan hátt og einnig er hann kjörinn til allra handa samstarfs innan svæðisins svo efla megi svæðisvitund meðal vestfirskra barna.

Púkinn er vettvangur fyrir menningu með börnum, menningu fyrir börn og menningu sem börn skapa sjálf. Það er Vestfjarðastofa sem leiðir verkefnið í samstarfi við alla grunnskóla og menningarstofnanir á svæðinu. Hátíðin er styrkt af Sóknaráætlun Vestfjarða.

Hægt er að fylgjast með Púkanum, dagskrá og öðru honum tengdu á heimasíðu hans