Fara í efni

69. Fjórðungsþing að vori haldið í dag

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga

69. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori verður haldið í dag á Ísafirði. Minnum alla kjörna fulltrúa á að mæta. Ekki verður streymt frá þinginu að þessu sinni en upptökur munu koma af erindum á heimasíðu Vestfjarðastofu fljótlega eftir þingið.

Þingið verður haldið í Bryggjusal Edinborgarhúsins á Ísafirði kl 12:00-16:30

  1. Skýrsla stjórnar og rekstrareininga, sem FV ber ábyrgð á.
  2. Afgreiðsla ársreikninga og skýrslu endurskoðenda FV og rekstrareininga sem FV ber fjárhagslega ábyrgð á.
  3. Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir líðandi starfsár.
  4. Ákvörðun dagsetningar haustþings og umfjöllunarefnis.
  5. Kosning kjörnefndar fyrir haustþing á miðju kjörtímabili sveitarstjórna (frestað)
  6. Önnur mál löglega fram borin.
    1. Boðun Fjórðungsþings að sumri í fjarfundi
    2. Undirbúningur breytinga á samþykktum og þingsköpum á haustþingi
    3. Kosning aðalmanns í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga
    4. Kosning varamanns í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga
    5. Kosning varamanns í fjárhagsnefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga
    6. Kynning á drögum að lýsingu Svæðisskipulags Vestfjarða og drögum að markmiðum og áherslum Sóknaráætlunar Vestfjarða
  7. Frestun Fjórðungsþings Vestfirðinga