Fara í efni

Vesturferðir ehf - framkvæmdastjóri

Störf í boði

Vesturferðir ehf leitar af framkvæmdastjóra með þekkingu á markaðsmálum frá og með 1. febrúar 2022. Næsti yfirmaður framkvæmdastjóra Vesturferða er sitjandi stjórn. Vesturferðir er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi sem sér um að bóka og halda utan um fjölbreytta afþreyingu á Vestfjörðum. Þar að auki hafa Vesturferðir verið í fararbroddi þegar kemur að því að þróa og skipuleggja ferðir fyrir skemmtiferðaskipafarþega. Ísafjarðarhöfn er ein af þremur vinsælustu höfnum landsins og því mikilvægt verkefni Vesturferða að nýta þjónustu sem flestra á svæðinu og tryggja dreifingu inn í nærsamfélagið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og yfirumsjón með starfsemi fyrirtækisins
  • Umsjón með öllu markaðs- og sölustarfi fyrirtækisins
  • Vöruþróun í samstarfi við ferðaþjónustu á svæðinu
  • Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila
  • Samningagerð
  • Önnur verkefni í samráði við stjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af ferðaþjónustu
  • Reynsla af fjármálum og rekstri fyrirtækja
  • Þekking á markaðssetningu í ferðaþjónustu
  • Leiðtogahæfni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. Önnur tungumálakunnátta er kostur
  • Rík aðlögunarhæfni og geta til að starfa undir álagi

Tekið er á móti umsóknum, ásamt ferilskrám á umsóknarvef Alfreðs.

Frekari upplýsingar veitir Henný Þrastardóttir, stjórnarformaður Vesturferða í síma 691 6583. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Vesturferðir eru með skrifstofu á Ísafirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdastjóri búi á Vestfjörðum.