27. maí 2024
Störf í boði
Viltu þú vera hluti af metnaðarfullum starfsmannahópi þar sem skapandi og fjölbreyttir kennsluhættir eru hafðir að leiðarljósi? Í Patreksskóla er gróskumikið skólastarf en meðal áherslna skólans er faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi. Lögð er áhersla á teymiskennslu/vinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- 100% starf kennara á yngsta stigi.
- 100% starf kennara á unglingastigi.
- 100% starf kennara með sérhæfða hæfni í list- og verkgreinum.
- 100% starf kennara með sérhæfða hæfni í skólaíþróttum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum á grunnskólastig
- Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
- Faglegur metnaður
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum
- Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund