Fara í efni

Verkefnastjóri á Ból-heimili fyrir fatlað barn

Störf í boði

Félagsþjónusta Bolungarvíkurkaupstaðar auglýsir eftir verkefnastjóra á Ból-heimili fyrir fatlað barn.

Á Bóli eru tveir verkefnastjórar sem vinna saman og leysa hvorn annan af. Verkefnastjórar hafa umsjón með umönnun og hjúkrun, starfsmannahaldi, teymisvinnu og samskiptum við alla sem tengjast þjónustunni. Verkefnastjórar taka sjálfir vaktir og eru til skiptist á bakvakt.

Félagsmálastjóri er forstöðumaður heimilisins og vinna verkefnastjórar í nánu samstarfi við hann.

Óskað er eftir einstaklingi sem:

  • Hefur umfangsmikla reynslu af umönnun fjölfatlaðra einstaklinga og/eða þroskaþjálfamenntun eða sjúkraliðamenntun eða aðra sambærilega menntun.
  • Hefur mjög góða færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Er ábyrgur, skipulagður og metnaðarfullur.

Umsóknafrestur er til 30. apríl 2021.

Félagsmálstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar veitir nánari upplýsingar um starfið og tekur við umsóknum:

Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri

netfang: gudnyhildur@bolungarvik.is,

sími: 450-7000

Ból er nýlegt og sérútbúið heimili fyrir fjölfatlað barn. Vinnuaðstaða þar er eins og best verður á kosið. Á Bóli vinnur góður og kröftugur starfsmannahópur og mikil áhersla er lögð á teymisvinnu.