Fara í efni

Veðurstofa Íslands - Snjóflóðasérfræðingur á Ísafirði

Störf í boði

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða snjóflóðasérfræðing í fullt starf hjá deild snjóflóða og skriðufalla sem er á Þjónustu- og rannsóknasviði. Á deildinni starfa rúmlega 20 sérfræðingar við ýmis störf sem tengjast ofanflóðum, bæði við vöktun, rannsóknir og hættumat. Einnig tilheyra deildinni snjóathugunarmenn sem eru staðsettir víða um land. Starfið felst í snjóflóðavöktun og tengdum þróunar- og rannsóknarverkefnum. Starfsstöðin er á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar sem er í Vestrahúsinu á Ísafirði þar sem ýmsar aðrar rannsóknastofnanir eru einnig til húsa. Viðkomandi verður hluti af öflugu og samstilltu teymi sérfræðinga ofanflóðavöktunar Veðurstofunnar, sem er í nánu samstarfi meðal annars við snjóathugunarmenn og veðurfræðinga á vakt.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sérfræðivinna við vöktun snjóalaga og veðurs á snjóflóðasvæðum. Öflun upplýsinga frá snjóathugunarmönnum og veðurfræðingum á vakt. Gerð snjóflóðaspáa og ráðgjöf er varðar snjóflóðavá. Vinna við þróunar- og rannsóknarverkefni sem tengjast snjóflóðavöktun.

Starfinu fylgir vaktavinna á álagstímum og þá sérstaklega yfir vetrartímann.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi

  • Reynsla af fjallaferðum nauðsynleg og þá sérstaklega að vetrarlagi

  • Góð færni í íslensku og ensku og þá sérstaklega í rituðu máli

  • Góð þekking á landafræði Íslands

  • Geta til að vinna og taka ákvarðanir undir álagi

  • Færni í mannlegum samskiptum

  • Góð greiningarfærni

  • Geta til að vinna út frá óljósum upplýsingum

  • Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið snjóflóðanámskeiðum s.s. Level 1 hjá Kanadísku snjóflóðasamstökunum eða fagnámskeiði Landsbjargar

  • Þekking og geta til að vinna við GIS kerfi, almenna forritun, líkanareikninga eða R-forritun er kostur

  • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið.

Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 07.06.2024

Nánari upplýsingar veitir

Harpa Grímsdóttir, harpa@vedur.is

Sími: 5226000

Borgar Ævar Axelsson, borgar@vedur.is

Sími: 5226000