Fara í efni

Tækjamaður – Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar

Störf í boði

Umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar 100% starf tækjamanns í þjónustumiðstöð/áhaldahúsi bæjarins. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 3. janúar 2022. Næsti yfirmaður er forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.

Helstu verkefni

  • Stjórnun stærri tækja og þungavinnuvéla s.s. gröfu og götusóps
  • Umsjón með tækjum og vinnuvélum, viðhald og viðgerðir
  • Lagnavinna
  • Gatnagerð
  • Ýmiskonar viðhald s.s. viðhald gatna, gönguleiða, holræsa og vatnslagna
  • Ýmiskonar flutningur og önnur þjónusta við stofnanir bæjarins

Hæfniskröfur

  • Meirapróf
  • Vinnuvélaréttindi
  • Iðnmenntun kostur
  • Góð samskiptafærni, sveigjanleiki og rík þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2021. Umsókn, afrit af prófskírteinum og ferilskrá skal senda til mannauðsstjóra á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Andri Guðjónsson, í síma 620-7634 eða í tölvupósti: ahaldahus@isafjordur.is.