Fara í efni

Svæðisstjóri Eimskips á Vestfjörðum

Störf í boði

Eimskip leitar að metnaðarfullum svæðisstjóra til starfa á Vestfjörðum. Hjá Eimskip starfar öflugur hópur fólks í fjölbreyttum störfum sem snúa að þjónustu og sölu til viðskiptavina. Starfsemi félagsins á Vestfjörðum snýr að þjónustu við viðskiptavini varðandi innanlandsflutninga, inn- og útflutning.

Svæðisstjóri Vestfjarða er með aðsetur á Ísafirði en sinnir einnig þjónustumiðstöð félagsins á Patreksfirði og ber þannig ábyrgð á starfsemi og þjónustu félagsins á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum. Svæðisstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri svæðisskrifstofa, starfsmannamálum og þjálfun starfsfólks, áætlanagerð, markmiðasetningu og eftirfylgni.

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi eða rík starfsreynsla
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Reynsla af sölu og samningagerð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í störfum

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsteymi Eimskips í gegnum netfangið starf@eimskip.is

Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Eimskips, www.eimskip.is

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí næstkomandi.

Í anda jafnréttisstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.