Fara í efni

Sölu- og rekstarstjóri

Störf í boði

Sölu- og rekstrarstjóri

Tækifæri fyrir kláran og reynslumikinn einstakling til að taka við stjórnunarstöðu í litlu en metnaðarfullu ferðaskrifstofufyrirtæki á landsbyggðinni. Eftir tíu ár í rekstri er kominn tími á ferskan stjórnanda til að taka við af stofnendum og leiða teymið okkar til nýrra og meiri afreka.

Sölu- og rekstrarstjóri stýrir öllum daglegum rekstri og er ábyrgur fyrir okkar mikilvægustu markmiðum: ánægju viðskiptavina og rekstrarárangri.

Starfsemin er fjölþætt og vörumerkin okkar eru þrískipt:
- Iceland Offbeat, sérsniðnar pakkaferðir um allt land
- Arctic Shorex, skemmtiferðaskipaferðir um allt land
- Wild Westfjords, dags- og lengri ferðir á Vestfjörðum

Wild Westfjords bíður uppá traust rekstrarumhverfi, góð kerfi, gott teymi, gott orðspor og góð viðskiptasambönd. Nær alllir viðskiptavinir (99.9%) eru erlendir ferðamenn. Starfsmenn eru 5. Verktakar og birgjar skipta hundruðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala og skipulagning ferðapakka og dagsferða um land allt
  • Stjórnandi lítils teymis starfsmanna
  • Jákvæð upplifun viðskiptavina í fyrirrúmi
  • Rekstrarárangur og sjálfbærni í fyrirrúmi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • 3+ ára reynsla af ferðaskrifstofustörfum (rekstri, stjórnun, sölu og/eða bókunum), eða rekstri dagsferða, eða önnur reynsla úr ferðaþjónustu
  • Leiðtoga-, samskipta- og söluhæfileikar
  • Mjög góð þekking á Íslandi sem ferðamannaáfangastað
  • Mjög góð tölvukunnátta og skýr verkferlahugsun
  • Mjög góð reikningskunnátta og nákvæm vinnubrögð
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Leiðsögu- og ökuleiðsögumenntun er plús
  • Færni í öðrum tungumálum er plús
Fríðindi í starfi
  • Skrifstofan okkar er í miðbæ Ísafjarðar með fallegt útsýni yfir Pollinn

Um langtímaráðningu er að ræða og er upphafsdagsetning sveiginalega

Umsóknarfrestur er til 10 maí en allar upplýsingar um starfið má finna hér