Fara í efni

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður – Slökkvilið Ísafjarðarbæjar

Störf í boði

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns. Um er að ræða 100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða í síðasta lagi 1. janúar 2022.

Leitað er að öflugum og drífandi einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður heyrir undir slökkviliðsstjóra.

Helstu verkefni

  • Annast slökkvistörf og sjúkraflutninga
  • Bregðast við mengunaróhöppum
  • Verja verðmæti gegn eyðileggingu og starfa að eldvarnaeftirliti og margvíslegu forvarnarstarfi
  • Annast smærra viðhald húsa, tækja og búnaðar slökkviliðsins
  • Gerir slökkviáætlun fyrir skóla, vistheimili, sjúkrahús eða fyrirtæki þar sem eldhætta er mikil
  • Starfar skv. samþykkt um slökkvilið Ísafjarðarbæjar og fyrirmælum slökkviliðsstjóra
  • Annast reglulega skoðun á brunavörnum í fyrirtækjum bæjarins, gerir tillögur um úrbætur og hefur eftirlit með því að nauðsynlegar úrbætur séu framkvæmdar
  • Annast viðhald slökkvitækja og hleðslur þeirra, fyrir heimahús og fyrirtæki

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hafa lokið iðnmenntun og/eða stúdentsprófi
  • Lokið fornámi og atvinnunámi slökkviliðsmanna
  • Löggilding í sjúkraflutningum EMT-B og EMT-I
  • Starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun æskileg
  • Meirapróf
  • Hæfni til að vinna undir miklu álagi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumál kostur.
  • Reglusemi og háttvísi
  • Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði
  • Hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun
  • Vera ekki haldin(n) lofthræðslu eða innilokunarkennd

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2021. Umsóknum skal skilað til Sigurðar Arnar Jónssonar, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið sigurdura@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður í síma 450-8200 eða í gegnum ofangreint tölvupóstfang.