Fara í efni

Sjóvá leitar að Sölu- og þjónustustjóra á Ísafirði

Störf í boði

Sjóvá leitar að öfl­ugum aðila í útibú Sjóvá á Ísafirði til að stýra sölu og þjón­ustu á ein­stak­lings­markaði á Vest­fjörðum. Um er að ræða fjöl­breytt starf í skemmti­legu starfs­um­hverfi. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí.

Sjóvá leitar að ein­stak­lingi með:

  • menntun sem nýtist við ráðgjöf og þjónustu
  • reynslu af ráðgjafar- og söluverkefnum
  • mikla færni í mannlegum samskiptum og söluhæfileika
  • gott tengslanet og þekkingu á svæðinu
  • framúrskarandi þjónustulund og jákvætt hugarfar
  • mikið frumkvæði og metnað til að ná árangri

 Starfið felur í sér:

  • ráðgjöf og þjónustu vegna trygginga
  • stýring söluverkefna-átaka til núverandi og nýrra viðskiptavina
  • viðhald og uppbyggingu viðskiptatengsla
  • greiningu á þörfum viðskiptavina og þátttöku í fjölbreyttum þjónustuverkefnum

Staða sölu- og þjón­ust­u­stjóra heyrir beint undir for­stöðumann úti­búa en starfsmaður­inn verður hluti af öfl­ugu teymi starfs­fólks úti­bús­ins á Ísafirði. Nán­ari upp­lýs­ingar veitir María Guðmunds­dóttir, for­stöðumaður úti­búa, maria.gudmundsdottir@sjova.is.