Fara í efni

ScaleAQ - Tæknimaður Vestfjörðum

Störf í boði

ScaleAQ Iceland leitar að tæknimanni fyrir nýja starfsstöð sína á Vestfjörðum. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf við þjónustu og viðhald á búnaði fiskeldisstöðva. ScaleAQ er einn stærsti aðili í sölu búnaðar til fiskeldis í heiminum. ScaleAQ Iceland sinnir eftirfylgni og þjónustu við vörur fyrirtækisins. Viðskiptavinir félagsins eru fiskeldisfyrirtæki um allt land, ekki síst á Vestfjörðum. Fyrirtækið rekur verkstæði og lager í Reykjavík auk þjónustueiningar á Reyðarfirði. Við leitum að rafvirkja, vélstjóra eða einstaklingi með sambærilega menntun og reynslu. Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður, lausnamiðaður og fær um að vinna sjálfstætt og undir álagi. Hér er um að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf fyrir réttan aðila. Búseta á Vestjörðum er skilyrði.

 
Helstu verkefni og ábyrgð

Viðhald og þjónusta á fóðurkerfum, myndavélum, fóðurprömmum og vinnubátum ásamt öðrum búnaði sem ScaleAQ hefur selt viðskiptavinum sínum á svæðinu.

 
Menntunar- og hæfniskröfur

Rafvirki, vélstjóri/vélvirki eða önnur sambærileg menntun. Góð reynsla er einnig gulls ígildi. Viðkomandi þarf að vera áhugasamur um tæknilausnir og þróun og ófeiminn við að tileinka sér nýjungar. Þjónustulund og styrkur í mannlegum samskiptum eru nauðsynlegir eiginleikar í þessu starfi.

 
Fríðindi í starfi

Við erum fjölskyldusinnað fyrirtæki og sýnum starfsfólki okkar sveigjanleika. Starfinu fylgir bifreið.

Sækja um starf