Fara í efni

Náttúrustofa Vestfjarða - náttúrufræðingur

Störf í boði

Náttúrustofa Vestfjarða óskar eftir að ráða náttúrufræðing til starfa í fullt starf. Umsóknarfrestur er til 1. maí

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Um er að ræða starf sem fer fram bæði utandyra í vettvangsrannsóknum og á skrifstofu við úrvinnslu gagna og skýrsluskrif. Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika áframhaldandi ráðningu.
  • Náttúrustofa Vestfjarða er staðsett á þremur stöðum; í Bolungarvík, á Hólmavík og á Patreksfirði en starfið er ekki bundið við ákveðna starfstöð. Á Náttúrustofunni vinna sjö starfsmenn og hefur stofan sérhæft sig í fiskeldisrannsóknum og rannsóknum tengdum mati á umhverfisáhrifum og fornleifarannsóknum. Þar sem litla stofnun er að ræða þarf viðkomandi að geta sinnt fjölbreytilegum verkefnum og vera sveigjanlegur.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í náttúrufræði
  • Framhaldsmenntun er kostur
  • Reynsla af gróðurrannsóknum er æskileg
  • Reynsla af fuglarannsóknum er kostur
  • Þekking og reynsla í styrkumsóknagerð kostur
  • Færni í greiningu og framsetningu gagna og skýrsluskrifum
  • Geta til þátttöku í vettvangsferðum fjarri heimili
  • Samviskusemi, frumkvæði og metnaður til að sýna árangur
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli

 Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Vestfjarða og félagi íslenskra náttúrufræðinga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um 20. maí 2021 eða samkvæmt samkomulagi. Umsókn um starfið með ferilskrá, meðmælum og kynningarbréfi þar sem kemur fram hvers vegna umsækjandi vill starfa á Náttúrustofu Vestfjarða og hvað hann hafi fram að færa, sendist til Sigurðar Halldórs Árnasonar forstöðumanns (sigurdur@nave.is) sem gefur einnig nánari upplýsingar.

Sækja um