27. maí 2024
Störf í boði
Sérfræðingurinn styður við vöxt Kerecis og vinnur að skráningum á nýja markaði ásamt því að viðhalda núverandi skráningum. Starfið felur í sér skrif/uppfærslur á tækniskjölum , ráðgjöf í tengslum við þróunarverkefni, samantekt skráningargagna fyrir nýjar vörur. Einnig er að ræða samskipti við skráningaryfirvöld um tæknileg atriði er snerta skráningarmál.
Við leitum að einstakling með háskólapróf á sviði raunvísinda, sem er nákvæmnur og með gott auga fyrir smáatriðum. Kostur er að hafa reynslu af EU-MDR.
Starfssvið
- Uppfærsla á tækniskjölum
- Skráning í alþjóðlega gagnagrunna
- Skráning á ný alþjóðleg markaðssvæði
- Skýrsluskrif
- Vinna í teymi með vöruþróunarteymi
- Samvinna með klínískum sérfræðingum Kerecis
- Samvinna með sérfræðingum í gæðamálum Kerecis
- Önnur verkefni sem kunna að koma upp
Menntunar og hæfniskröfur
- Reynsla af skráningarvinnu á lækningavörum æskileg
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Áhugi og hæfni í textagerð og mjög góð enskukunnátta
- Góð samskiptahæfni