Íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar auglýsa eftir sundlaugarverði í sumarstarf við sundlaugina á Suðureyri. Um er að ræða 100% tímabundið starf í vaktavinnu frá 15. júní til 5. ágúst 2024.
Helstu verkefni og ábyrgðasvið: Afgreiðsla, þrif, laugarvarsla, eftirlit með búnaði og fleiru.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera orðin(n) 20 ára og í líkamlega góðu formi til að geta staðist hæfnispróf í björgun, þarf að hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hafa gaman af því að veita þjónustu. Dugnaður og iðjusemi er mikilvægur eiginleiki í starfinu.
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við VerkVest/Kjöl.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2024.
Nánari upplýsingar um störfin veitir forstöðumaður íþróttamannvirkja, Grétar Helgason, í síma 450-8488 eða í gegnum tölvupóst á netfangið gretarhe@isafjordur.is. Umsóknir sendist á fyrrgreint netfang og með þeim skal fylgja ferilskrá.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um störfin. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-