Fara í efni

Ísafjarðarbær – Skrifstofustarf á umhverfis- og eignasviði

Störf í boði

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar skrifstofustarf á umhverfis- og eignasviði. Um er að ræða 100% starf hjá sveitarfélaginu og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Viðkomandi starfsmaður veitir upplýsingar og aðgang að gögnum fyrir innri og ytri viðskiptavini, sinnir símvörslu og upplýsingagjöf, auk almennrar þjónustu gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum og stofnunum bæjarins.

Leitað er að drífandi manneskju sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri.

Helstu verkefni:

  • Skráning mála í ONE systems kerfið og færa í skjalaskúffur
  • Upplýsingar um fasteignir og lóðir
  • Skannar inn teikningar með stórum skanna ScanworksPro
  • Lóðarblöð, teiknuð með AutoCAD
  • Tölvupóstsamskipti og símtöl
  • Ritar fundargerðir
  • Gengur frá fundargögnum fyrir og eftir fundi, rukkanir skv. gjaldskrá eftir afgreiðslu
  • Gætir þess að skjöl sviðsins séu alltaf tiltæk, rafrænt sem á pappír

Menntun og hæfni:

  • Stúdentspróf, tækniteiknun kostur
  • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
  • Nákvæmni í vinnubrögðum
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystems kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Frumkvæði og skipulagshæfileikar

Launakjör eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs í gegnum tölvupóst (axelov@isafjordur.is) eða í síma 450-8000.

Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2021. Umsóknir, afrit af prófskírteinum, ferilskrá og kynningarbréf skulu sendar til mannauðsstjóra á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.