Fara í efni

Ísafjarðarbær – Frístundaleiðbeinendur í félagsmiðstöðvar

Störf í boði

Ísafjarðarbær óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinendur í félagsmiðstöðvarnar á Flateyri, Suðureyri og Ísafirði.

Leitað er að áhugasömum og drífandi einstaklingum sem hafa gaman af því að vinna með unglingum. Félagsmiðstöðvarnar bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn á aldrinum 13 -16 ára. Hlutverk þeirra er að styðja við unglinga í gegnum fjölbreytt tómstundastarf, hópefli og hópastarf. Meginmarkmið starfsins er að veita unglingum tækifæri til samveru og stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn reyndra tómstundaleiðbeinenda.

Um er að ræða tímabundin störf í tímavinnu frá 1. september (eða fyrr) til 5. júní 2023. Á Ísafirði eru þetta tvö kvöld í viku frá 19:30-22:00 og föstudaga frá 19:30-23:00 en á Flateyri og Suðureyri er opnunartími frá 20:00–22:00 mánudaga og miðvikudaga og á föstudögum frá 20:00 til 22:30.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Hafa umsjón með frístundastarfi unglinga félagsmiðstöðva/lengdrar viðveru
  • Vinna í samræmi við stefnu Ísafjarðarbæjar í íþrótta- og tómstundamálum
  • Er nánasti samstarfsmaður barna og unglinga í ráðum og nefndum og aðstoðar þá við skipulagningu og framkvæmd viðburða eins og við á
  • Samráð og samvinna við ungmenni og starfsfólk

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfinu
  • Starfsreynsla á sviði forvarna-, félags- og tómstundamála æskileg
  • Gott vald á íslenskri tungu
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og leiðtogahæfni
  • Reglusemi
  • Þarf að vera 20 ára eða eldri

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við FOSVEST/VerkVest.

Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2022. Umsóknum skal skilað til Evu Maríu Einarsdóttur, forstöðumanns, í netfangið evaei@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva María í síma: 450-8059 eða í gegnum tölvupóst.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.