Fara í efni

Hvesta hæfingarstöð – Sérfræðingur í velferð

Störf í boði

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir sérfræðingi í 70% starf í Hvestu hæfingarstöð fyrir fatlaða, með möguleika á hærra starfshlutfalli. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Til greina kemur að ráða stuðningsfulltrúa á hæfingarstöðina fáist ekki sérfræðingur til starfa.

Hvesta hæfingarstöð er vinnustaður og dagþjónusta fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Hlutverk vinnustaðarins er að bjóða notendum upp á sambærilegt vinnuumhverfi á við aðra og veita tómstundamiðaða þjónustu sem tekur mið af einstaklingsþörfum og áhuga. Einnig að auka hæfni fatlaðs fólks til starfa, efla virkni og viðhalda getu í daglegu lífi með markvissri þjálfun.

Helstu verkefni

  • Bein samskipti við einstaklinga sem krefjast umönnunar og/eða þjálfunar frá starfsmanni
  • Persónuleg þjónusta við notendur sem eru með krefjandi þarfir og hefur áhrif á þau velferðarúrræði sem í boði eru, s.s. mat á þörf fyrir hjálpartæki
  • Aðstoða þjónustunotendur við athafnir daglegs lífs
  • Félagslegur stuðningur
  • Samskipti við þjónustuþega
  • Framfylgja vinnureglum sem ákveðnar eru og stuðla með því að samræmdum vinnubrögðum

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. sálfræði, þroskaþjálfun, kennari, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, tómstundaráðgjöf o.s.frv.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Samviskusemi og stundvísi
  • Jákvæðni, þolinmæði og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Almenn ökuréttindi eru skilyrði

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 14. júní 2024. Umsóknum skal skilað til Sigþrúðar Margrétar Gunnsteinsdóttur, forstöðumanns Hvestu og skammtímavistunar á sigthrudur@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður í síma 773-7271 eða í gegnum ofangreint netfang.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-