Við leitum að duglegum og hressum einstaklingi til þess að bætast í hópinn í verslun okkar á Ísafirði. Um er að ræða fjölbreytt starf bæði í Húsasmiðjunni og Blómvali. Viðkomandi myndi aðstoða og leysa af í Blómvali og hafa umsjón með búsáhaldadeild og fata- og öryggisvörum í Húsasmiðjunni. Helstu verkefni fela í sér ráðgjöf, sölu og þjónustu við viðskiptavini ásamt öðrum tilfallandi verslunarstörfum.
Við leggjum ríka áherslu á jákvætt hugarfar og metnað fyrir því að veita viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu. Starfshlutfall getur verið á bilinu 80-100% og vinnutími sveigjanlegur, en miðast þó frekar við eftir hádegi.
Hæfniskörfur:
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af sölustörfum æskileg
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- Sterk öryggisvitund
- Almenn tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Hvetjum alla til að sækja um óháð kyni.
Við leggjum ríka áherslu á liðsheild og góð samskipti og í Húsasmiðjunni ríkir skemmtilegur og líflegur starfsandi.
Gildin okkar eru: Áreiðanleiki – Þjónustulund – Þekking