Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að þjónustuliprum, jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til starfa í móttökunni á Ísafirði. Um er að ræða 100% starf eða eftir nánara samkomulagi.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 300 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni móttökuritara eru móttaka viðskiptavina, tímabókanir, símsvörun, upplýsingagjöf, skráning í sjúkraskráningarkerfið Saga, móttaka greiðslu, uppgjör í lok dags, almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnanda.
Móttaka og símsvörun er opin á milli 8:00 til 15:00 en stofnunin hefur innleitt betri vinnutíma með fullri vinnutímastyttingu.
Megin starfsstöð er á Ísafirði en móttökuritarar veita þjónustu fyrir alla stofnunina í gegnum síma, fjartækni, tölvupóst, vef- og samfélagsmiðla. Þjónusta er einnig á heilsugæsluseljum á norðursvæði (útstöðvar).
Hæfniskröfur
-
Jákvætt viðmót, lipurð í samskiptum og fagleg framkoma
-
Stúdentspróf og/eða menntun í heilbrigðisgreinum kostur
-
Skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
-
Hæfni og geta til að starfa í teymi
-
Góð tölvukunnátta
-
Góð íslensku og enskukunnátta áskilin
-
Stundvísi og áreiðanleiki
-
Reynsla af móttöku- eða þjónustustörfum æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum.Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda.Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.08.2024
Nánari upplýsingar veitir
Hanna Þóra Hauksdóttir, hanna@hvest.is
Sími: 8496210