Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða – Læknir á Ísafirði

Störf í boði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að sinna starfi læknis á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Starfsvettvangur er bæði á heilsugæslu og bráðalegudeild. Starfið hentar lækni með sérfræðiviðurkenningu í heilsugæslulækningum eða öðrum sérgreinum, svo sem lyflæknisfræði.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn störf læknis á heilsugæslu, legudeild og eftir atvikum sykursýkisgöngudeild og hjúkrunarheimilum.
  • Möguleiki er á að skipuleggja starfið í samræmi við sérþekkingu umsækjenda.
  • Vaktþjónusta og kennsla.
  • Þátttaka í umbótaverkefnum, teymisvinnu og þróun í samvinnu við yfirlækni.

Læknar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og viðkomandi deildar.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt lækningaleyfi. Sérfræðiviðurkenning er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta og íslenskukunnátta skilyrði.
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptafærni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Drifkraftur, þrautseigja og árangursmiðað viðhorf.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Sjálfstæðið er mikið í starfi en baklandið gott. Tækin eru ný og uppbyggingarhugur í fólki. Læknar sinna einnig kennslu og þjálfun læknanema.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Andri Konráðsson - andri@hvest.is - 4504500
Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - susannaba@hvest.is - 4504500

Smelltu hér til að sækja um starfið