Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu

Störf í boði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslu stofnunarinnar á Ísafirði. Um er að ræða 80 - 100% starf. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 270 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér verkefni við heilsuvernd og heilsugæslu á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og í heilsugæsluselum á norðanverðum Vestfjörðum.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi

  • Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er kostur og /eða reynsla af vinnu á heilsugæslu

  • Sjálfstæði og metnaður í starfi

  • Íslenskukunnátta áskilin

  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Ökuréttindi eru nauðsynleg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun íbúðarhúsnæðis.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 18.06.2024

Nánari upplýsingar veitir

Magnea I Hafsteinsdóttir, magnea.hafsteinsdottir@hvest.is

Sími: 450 4500